Poached egg með klettasalati og hjólkrónu sprettum
VAXA salat
VAXA klettasalat sprettur
VAXA hjólkrónu sprettur
Súrdeigsbrauð
Skinka
Egg, stofuheitt
Avocado
Aðferð:
Setjið vatn og 1 msk edik í pott og fáið upp suðu.
Brjótið egg í skál. Hrærið í vatninu þannig myndist hvirfill í miðjunni
og hellið egginu ofan í. Lækkið hitann og látið sjóða í ca 5 mínútur.
Salat og sprettur skorið smátt og öllu raðað á brauðsneiðina.
Dressing:
3 eggjarauður
1 msk sítrónusafi
120 gr brætt smjör
Salt og pipar
Cayenne pipar eftir smekk
Aðferð:
Bræða smjör. Þeyta eggjarauður og sítrónusafa. Hella smjörinu varlega úti og hræra vel. Krydda.