Hrein afurð
„Afurðir VAXA eru ræktaðar við sömu kjör aðstæður allt árið um kring og án allra varnarefna. Afburðar gæði, einstakt bragð og stöðuleiki sem á sér engan líka.“

Vaxa Farmbox
VAXA farmbox, blanda af því besta hjá okkur að hverju sinni, fagurgrænt og fjölbreytt.
Inniheldur:
Salat, kryddjurtir eða baby leaf og fjölbreyttar sprettur (microgreens).
Áskriftin er keyrð út á fimmtudögum milli 17-22. Heimsending er í boði á höfuðborgarsvæðinu, á Reykjanesi (190, 230, 240, 245, 250, 260, 262), Akranesi (300), Selfoss (800) Hveragerði (810), Þorlákshöfn (815), Eyrarbakka (820) og Stokkseyri (825)
Hægt er að fá afhent vikulega eða aðra hverja viku.
Verð frá: 3500 kr./per viku.

Bylting í landbúnaði
Lóðréttur landbúnaður (e. Vertical Farming) hámarkar nýtingu á landi, orku og vatni. Ræktunin er algerlega óháð ytri þáttum, ólíkt hefðbundnum landbúnaði, s.s. árstíðum, veðri, skordýrum eða plöntu sjúkdómum.
Sjálfbærni er framtíðin
Lóðréttur landbúnaður dregur úr matarsóun og minnkar kolefnis fótspor vegna innflutnings. Með því að rækta á mörgum hæðum minnkar þörf á landsvæði og möguleikar til að vera í nálægð við markaðinn eru fleiri. Hreint vatn og hrein orka er nýtt eins vel og hugsast getur til að styðja við sjálfbærni landsins í matvælaframleiðslu.
