Leit

New snacks on sale now for a limited time! Use code NEW for 15% off.

Ræktað í Reykjavík

Ræktað allan ársins hring

Sérstaða VAXA felst í aðferðinni við ræktunina sem heitir stýrður landbúnaður (e. Controlled Environment Agriculture). Hjá VAXA er öllum breytum umhverfisins stýrt með nákvæmum hætti, allan sólarhringinn, allt árið um kring. Gróðurhúsið nýtir ekki sólarljós heldur knýr umhverfisvænt rafmagn ljósdíóður sem sjá
plöntum fyrir ljósi, sama hvernig skýjafar og veður er allt árið um kring.

VAXA hefur því engar áhyggjur af veðrum og vindum og ræktar sjálfbært hágæða grænmeti alla daga.

Styttri flutningur

Viðskiptavinir VAXA geta notið vörunnar innan við tveggja daga eftir að hún er uppskorin og er flutningur á vörunni venjulega innan við 10 km frá framleiðslu á sölustað. Þetta hefur veruleg áhrif á kolefnisfótspor vörunnar samanborið við innfluttar vörur sem venjulega eru fluttar um 3000 km með bílum, skipum eða flugvélum. Losun vegna flutnings er því allt að 97% minni á vörum VAXA heldur en á innfluttum vörum í sama flokki.

Hringrásarkerfi vatns

Aðferðin sem VAXA notar til þess að rækta salat, kryddjurtir og sprettur er kölluð vatnsræktun (e. hydroponics) þar sem afurðirnar eru ræktaðar í vatni en ekki í jarðvegi eins og í hefðbundinni ræktun. Þetta er hringrásarkerfi með næringarríkuvatni sem nærir plönturnar. Vatnið er síðan hreinsað og endurnýtt en með þessum hætti er hægt að draga verulega úr notkun áburðar og koma í veg fyrir að áburðurberist út í lífríkið). Í vatnsræktun sem þessari þarf allt að 95% minna vatn samanborið við hefðbundna ræktun sömu afurða.

Vatnið sem VAXA notar við framleiðslu á 1 kg af salati er 17 lítrar. Til samanburðar sýna rannsóknir fram á að hefðbundin jarðvegsræktun utandyra notar allt að 250 lítra af vatni fyrir hvert framleittkíló af salati.

Engin varnarefni

Með því að stýra öllum þáttum í ferlinu og rækta í lokuðu rými sem kemur í veg fyrir að flugur og önnur skordýr geti átt greiða leið inní rýmið og eru plönturnar ræktaðar án allra varnar- og eiturefna. Ræktunaraðferðir VAXA vernda því lífríkið og líffræðilegan fjölbreytileika þess fyrir skaðlegum efnum sem ræktun utandyra kemst oftast ekki hjá.

Því engin þörf til þess að skola VAXA fyrir máltíð.  

Minni matarsóun

Flutningur matvæla er talin ein stærsta orsök matarsóunar og talið er að nær 14% af uppskeru skemmist áður en hún kemst í verslanir. 

Nálægð ræktunar VAXA er lykilþáttur í að fyrirtækið getur boðið neytendum upp á ferskar vörur sem endast lengur en þær sem fluttar hafa verið frá fjarlægum mörkuðum.

Aðrar aðstæður geta haft áhrif á gæði og geymsluþol matvæla til að mynda skarpar veðurbreytingar og tíður þvottur á grænmeti vegna skordýraeiturs. VAXA ræktar í stýrðum landbúnaði og hefur því áhrif á utanaðkomandi breytur sem koma í veg fyrir matarsóun. 

Sjálfbærniskýrsla 2022

Sjálfbærniskýrsla VAXA fyririr 2022 er komin út. Í skýrslunni er farið yfir starfsemi VAXA fyrir árið 2022 ásamt framtíðarsýn og markmiðum VAXA fyrrir 2023.