Nachos salat með kóríander og jalapeno dressingu
180 gr VAXA salatblanda
100 gr tómatar, skornir smátt
¼ gúrka, skorin smátt
1 avokado, skorið smátt
1 paprika, skorin smátt
2 msk ólífur, skornar smátt
100gr ca cheddar ostur, skorinn eða rifinn
200 gr svartar baunir
100 gr salsa sósa
1 tsk chilli
1 tsk cummin
1 dós gular baunir
Nachos flögur
Aðferð: Hellið svörtum baunum, salsasósu, chilli dufti og cummin í pott og látið malla í um 10-15 mínútur. Hitið smjör á pönnu og steikið gulu baunirnar upp úr því ásamt chilliflögum og salti þar til gullinbrúnar. Blandið síðan öllu saman og stráið muldum nachos flögum yfir.
Dressing:
VAXA koríander spretta, smátt skorin
VAXA lauk sprettur, smátt skorin
2 tsk jalapeno, skorið smátt
230 gr sýrður rjómi
1 tsk steinselja
1 tsk lime safi
Vel af salti og pipar
Öllu blandað vel saman með töfrasprota og geymt í kæli.