Partý ostur
VAXA lauk sprettur eftir smekk, smátt skornar
25 gr VAXA basilíka
30 ml ólífu olía
300 gr rjómaostur
50 gr rifinn parmesan ostur
2 msk sólþurrkaðir tómatar, smátt skornir
1 tsk sriracha sósa
Salt og pipar
100 gr pecan hnetur, muldar
Smá steinselja
Aðferð: Blanda öllum hráefnum fyrir utan pecan hnetur og steinselju með töfrasprota. Setja plastfilmu í skál og setja ostablönduna ofan í. Geyma í ísskáp í amk 4 klst. Pecan hnetur og steinselja mulið fínt. Þegar osturinn er tilbúinn er skálinni hvolft á bakka, plastfilman tekinn af og hnetu mulningnum stráð yfir.