Páskasalat með nautakjöti og grænpipar tabasco dressingu
VAXA salat
VAXA rauð radísa sprettur
Nautakjöt
Tómatar
Grillaður mais
Rauð papríka
Grænar ólífur
Granatepli
Radísur
Mangó
Fetaostur
Ristaðar núðlur
- Hlutföll eftir smekk
Nautakjötið grillað eða steikt eftir smekk. Maís grillaður eða hitaður í ofni, maísinn skorinn af og bitaður niður. Núðlur muldar og ristaðar á pönnu þar til þær taka á sig örlítinn lit. Öllu blandað saman.
Dressing:
2 tsk grænpipar tabasco
2 tsk hunang
2 msk sojasósa
1 msk edik
1 dl ólífu olía
Öllu blandað vel saman og hellt yfir salatið.