Balsamik ristað grænmeti með kínóa, basilíku og klettasalat sprettum
(fyrir tvo)
VAXA salat 40 gr
VAXA basilíka 10 gr, skorin smátt
VAXA sprettur að eigin vali
½ rauð paprika, skorin í bita
½ gul paprika, skorin í bita
¼ Butternut squash, skorið í bita
1 kúrbítur, skorinn í bita
¼ tsk dijon sinnep
1 tsk balsamik edik
1 hvítlauksgeiri, hakkaður
2 msk ólífu olía
Salt og pipar
100 gr furuhnetur
100 gr fetaostur
360 gr kínóa
Dressing:
1 hvítlauksgeiri
½ tsk dijon sinnep
2 msk balsamik edik
1 msk ólífu olía
Salt og pipar
Blanda vel saman.
Aðferð: Hita ofn á 200 gráður. Blanda saman hvítlauk, balsamik, ólífu olíu, dijon, salt og pipar. Blanda vökvanum saman við niðurskorinn kúrbítinn, papríkuna og butternut squash. Dreifið grænmetinu á bökunarplötu og eldið í 25 mínútur. Leggið til hliðar.
Sjóðið kínóa samkvæmt leiðbeiningum. Blandið furuhnetum, fetaost, salati og basilíku saman og hrærið saman við kínóað. Bætið að lokum við grænmetinu og dressingu og blandið vel.