Kóreskt taco með þorskhnökkum
VAXA salathaus
300 gr Þorskhnakkar
30 gr gochujang chilli paste
40 gr ólífuolía
1 stk hvítlauksgeirar (pressaðir)
1stk butterhead salathaus,rifið í lauf
VAXA sprettur
20 gr ristuð sesamfræ
2 stk vorlaukur fínt skorin
½ skt agúrka skorin í strimla
100 gr grískt jógúrt frá biobú
Aðferð:
Hrærið saman pressuðum hvítlauk, gochujang, ólífuolíu og penslið á þorskinn. Forhitið ofninn og bakið þorskinn við 200°c í sirka 10-15 mínútur eða þegar hann hefur náð 55°c kjarnhita. Skerið þorskhnakkana í hæfilega bita og veltið upp úr ólífuolíu og sesamfræum og kryddið með salti. Berið fram með soðnum hrísgrjónum grísku jógúrti, agúrku strimlum, VAXA sprettum að eigin vali og vorlauk.