Smjörsósa með kryddjurtum sem passar fullkomlega með steikinni, kjúklingnum eða fiskinum.
Mælum með að bræða það ekki allt í einu ef þið sjáið ekki fram á að borða það allt, betra er að geyma það á föstu formi inn í ísskáp.
250 g mjúkt smjör
2-3 hvítlauksgeirar
15 g steinselja frá Vaxa
15 g kóríander frá Vaxa
Börkur af 1 sítrónu og safi úr 1/2
1 tsk paprikukrydd
1/4 tsk chili flögur
1/4 tsk cayenne pipar
Salt og pipar
Leiðbeiningar:
Setjið mjúkt smjör í skál, rífið hvítlauksgeirana og börkinn af sítrónunni úr í smjörið. Kreystið safann úr helmingnum af sítrónunni út í smjörið.
Saxið steinseljuna og kóríanderið smátt niður og bætið út í smjörið.
Bætið kryddunum út í og hrærið allt vel saman. Hægt að gera bæði í höndnunum og í hrærivél.
Setjið smjörið í plastfilmu og myndið einskonar pulsu úr smjörinu.
Skerið af smjörinu eins mikið og þið viljið og bræðið varlega, berið fram með uppáhalds próteininu.