Reyktur lax með rjómaosti og dilli
Rjómaostur (magn fer eftir stærð disks)
Reyktur lax
15 g dill frá VAXA
Granateplakjarnar
Sprettur frá VAXA
Baguette
Aðferð
Setjið rjómaost á bakhlið matskeiðar, þrístið rjómaostinum á diskinn þannig að það myndist svona skeiðarfar í rjómaostinn þannig að rjómaosturinn er svona eins og skál.
Skerið reykta laxinn niður í sneiðar og svo í minni bita. Raðið einum laxabita ofan í hverja rjómaostaskál.
Rífið dillið í minni bita og dreifið því yfir diskinn ásamt granateplakjörnum.
Raðið sprettum í miðjuna á disknum
Berið fram með baguette brauði.