Próteinríkur bauna "hummus"

23 Janúar 2026

Próteinríkur bauna “hummus” með VAXA kryddjurtum

300 gr. grænar baunir (frosnar eða ferskar)
2 msk tahini
1–2 hvítlauksrif
Safi úr ½–1 sítrónu (eftir smekk)
Handfylli af ferskum kryddjurtum frá VAXA 
t.d. steinselja, basil eða kóríander
Salt og pipar eftir smekk
Smá vatn  (ef þér finnst þurfa að þynna hann)

Aðferð
Afþýddu grænu baunirnar.
Settu öll hráefnin í matvinnsluvél.
Mauka þar til áferðin er silkimjúk – bættu við vatni ef þér finnst það þurfa.
Smakkaðu til með salti, pipar og sítrónu.