Kjúklingasalat með sprettum, peru og burrata

09 Janúar 2025

Kjúklingasalat með burrata, sprettum og peru

600 g kjúklingalæri

Kjúklingakryddblanda

4 perur

1 msk ólífu olía

Salt

50 g Babyleaf salat frá Vaxa

30 g Klettasalat frá Vaxa

180 g litlir tómatar

2 stk burrrata

30 g sprettur – sólblóma og radísusprettur frá Vaxa

30 g furuhnetur

Sítrónu salatdressing (uppskrift hér fyrir neðan)

Balsamik edik

Sítrónu salatdressing

50 ml ólífu olía

1 msk hvítvínsedik

Sítrónusafi úr 1/2 sítrónu

Salt og pipar

  1. Kryddið kjúklinginn vel og grillið hann á meðal hita þar til hann er eldaður í gegn. Ef þið viljið þá er líka hægt að steikja hann á pönnu.
  2. Á meðan kjúklingurinn grillast, flysjið perurnar, skerið perurnar og kjarnhreinsið. Penslið þær með ólífu olíu og saltið. Grillið á vægum hita í u.þ.b. 5-7 mín eða þar til falleg grillrönd hefur myndast á þeim (hreyfið þær sem allra minnst á grillinu á meðan röndin er að myndast). Ef þið viljið þá er líka hægt að steikja þær á grillpönnu.
  3. Raðið babyleaf og klettasalatinu á disk. Skerið tómatana í helminga og raðið á diskinn.
  4. Útbúið dressinguna með því að setja öll innihaldsefnin í dressinguna saman í krukku og hrissta saman. Dreifið yfir salatið.
  5. Skerið kjúklinginn niður í bita og dreifið yfir salatið ásamt grilluðu perunum.
  6. Opnið burrata ostana og setjið á salatið.
  7. Sprautið balsamik ediki yfir og dreifið sprettum og furuhnetum yfir salatið.