Hátíðlegt grænkálssalat

15 Ágúst 2024

Smash dumpling tacos

60 g grænkál frá Vaxa

2/3 dl mæjónes

2 tsk hunangs sinnep

Safi úr 1/2 lime

Salt og pipar

4 ferskar döðlur

Granateplakjarnar úr 1/2 granatepli

30 g pekanhnetur

  1. Setjið mæjónes, hunangssinnep, lime safa, salt og pipar í skál og hrærið saman.
  2. Í stóra skál setjiði grænkál, smátt skornar og steinhreinsaðar döðlur og granateplakjarna (skiljið nokkra eftir til að skreyta með á eftir), blandið öllu saman. Bætið sósunni út á og blandið saman.
  3. Setjið á fallegan disk og setjið pekanhneturnar yfir ásamt restinni af granateplakjörnunum.