Fennel & peru salat með sprettum, gráðost og piparkökum
2 box af VAXA salatblöndu
1 stórt fennel
1 pera
1/2 Sítróna
1 handfylli fersk mynta eða steinselja frá VAXA
50-80 g gráðostur
1/4 bolli ristaðar valhnetur
Granateplakjarnar og/eða þurrkuð trönuber
3–4 piparkökur, muldar gróft yfir rétt áður en salatið er borið fram
Balsamik gljái, ólífuolía og piparkorn eftir smekk
Aðferð
Ristið valhnetur og skerið í grófa bita.
Skerið fennel þunnt á mandolíni eða í þunnar sneiðar.
Skerið peru þunnt á mandolíni eða í þunnar sneiðar.
Kreistið hálfa sítrónu yfir peruna svo hún verði ekki brún.
Takið til stóran sléttan disk og setjið glas í miðjuna.
Raðið salati i kringum glasið.
Dreifið fenneli, perum, kryddjurtum, gráðostabitum og valhnetum ofan á salatið.
Því næst setjið granatepli, trönuber og spretturnar jafnt yfir.
Hellið svo balsamik gljáa, olifuolíu og pipar eftir smekk.
Rétt áður en salatið er sett á borðið eru piparkökubrotin dreifð yfir salatið og glasið tekið.