Smash "dumpling" tacos

15 Desember 2024

Smash dumpling tacos

500 g nautahakk
4 stk vorlaukar
35 g kóríader frá Vaxa
3 hvítlauksrif
2 cm engifer
2 msk soja sósa með minna salti
1 msk sesam olía
1 tsk hvítvínsedik (eða hrísgrjóna edik)
Pipar
12 litlar vefjur
1/2 agúrka
15 gr baunasprettur frá VAXA

Dumpling sósa

4 msk soja sósa með minna salti
3 msk chilí olía
1 msk hvítvínsedik (eða hrísgrjóna edik
1 msk sesam olía
2 hvítlauksgeirar

  1. Setjið nautahakk í skál, skerið vorlaukinn og kóríanderið smátt niður og bætið í skálina. Rífið hvítlaukinn og engiferið á rifjárni út í skálina. Bætið soja sósu, sesam olíu og hvítvínsediki í skálina, blandið öllu vel saman.
  2. Skiptið hakkinu á 12 litlar vefjur. Sléttið úr og pressið hakkinu á vefjurnar.
  3. Steikið vefjurnar, hakk hliðin niður fyrst í nokkrar mín, hitinn þarf að vera meðal hár á pönnunni. Snúið svo vefjunni þannig að vefjuhliðin snúi niður í smá stund, setjið svo á bakka og endurtakið fyrir hinar vefjurnar.
  4. Á meðan vefjurnar eru að steikjast skerið niður agúrku í litla bita og útbúið sósuna.
  5. Setjið soja sósu, chilí olíu, hvítvínsedik og sesam olíu í skál. Rífið hvítlauksggeira út í og hrærið saman.
  6. Þegar vefjurnar eru allar tilbúnar raðið þá agúrkubitum ofan á og baunasprettum. Toppið með dumpling sósunni.
  7. Brjótið vefjurnar saman til helminga og bítið í.