Caprese salatkrans með basilpestó

15 Ágúst 2024

Basilpestó

30 g basilíka frá Vaxa (7 g tekin frá til að skreyta salatið með í lokin)
7 g steinselja frá Vaxa
1 hvítlauksgeiri
Safi úr 1/2 sítrónu
1 msk furuhnetur
1 dl rifinn parmesan
1 dl ólífu olía
Örlítið salt

Salat

60 g Klettasalat frá Vaxa
250 litlir tómatar
180 g litlar mozzarella kúlur
Basilíka frá Vaxa (afgang frá úr pestóinu)
1 msk furuhnetur
Balsamik gljái

  1. Byrjað er á því að gera pestóið með því að setja basilíku (skiljið smá eftir til að skreyta bakkann með á eftir), steinselju, hvítlauksgeira, safa úr sítrónu, furuhnetur, parmesan, ólífu olíu og salti í blandara, blandið þar til gróflega maukað saman.
  2. Setjið litla skál öfuga á stóran disk til að auðvelda kransalagið á salatinu. Setjið klettasalatið á diskinn umhverfis skálina.
  3. Raðið litlum tómötum og mozzarella kúlum á diskinn, dreifið einnið pestóinu víðsvegar um salatið.
  4. Takið skálina af diskinum og skreytið með basilíku laufum, furuhnetum og balsamik gljáa.