1 vatnsmelóna, skorin í munnbita
15 ml sítrónusafi (safi úr 1 meðalstórri sítrónu)
Sítrónubörkur rifin niður, eftir smekk
10 g fersk VAXA mynta, gróflega söxuð (aðeins meira til skrauts)
45 ml ólífuolía (gott að dreifa aðeins auka yfir í lokin)
Salt og ferskmalaður svartur pipar, eftir smekk
110 g fetaostur
Valkvætt – Eitt box af VAXA klettasalati. Mjög gott að bæta við. klettasalati fyrir meira bragð.
Leiðbeiningar:
Settu vatnsmelónubita í stóran skál.
Rífðu sítrónubörkinn með rifjárni. Helltu sítrónusafa og helmingnum af börknum saman við melónubitana. Gott þó að smakka til svo það verði ekki of súrt.
Bættu við söxuðu VAXA myntunni (gott að eiga nokkur lauf eftir í lokin fyrir skraut), ólífuolíunni og klettasalati (ef notað).
Blandaðu öllu varlega saman þar til myntan og olían dreifist yfir melónubitana.
Kryddaðu létt með salti og pipar (mundu að fetaosturinn bætir við salti svo vertu spar á saltið núna)
Settu salatið á fallegt fat eða stóra skál, dreifðu úr því.
Yfir þetta mylurðu fetaostkubbinn.
Stráðu restinni af sítrónuberkinum og myntunni yfir. Einnig gott að smakka til og bæta við ólífuolíu og svörtum pipar. ,
Gott að bera fram strax.