Rækjutaco með epla & kóríander salsa 

10 Ágúst 2025

Fyrir 4

Fyrir rækjurnar:

400 g tígris rækjur, hreinsaðar

2 msk ólífuolía

1 tsk reykt paprikuduft

½ rautt chili saxað smátt

1-2 hvítlauksrif, pressuð eða ½ tsk hvítlauksduft

Salt & pipar eftir smekk

½ límóna, safinn

Fyrir epla og kóríander salsa:

2 epli, söxuð í litla bita 

1/3 bolli granateplafræ 

1/3 agúrka, söxuð í litla bita

1/3 fersk chili, smátt saxað

1/2 rauð paprika, smátt söxuð 

1 box VAXA kóríander, saxað

1 msk graskersfræ

½ límóna, safinn

1 tsk hunang

Salt eftir smekk

Annað meðlæti

8-10 litlar maís- eða hveititortillur

Hreinn Feta ostur, brotin í litla mola

Krydduð jógúrt sósa eða Sýrður rjómi

Marinerað rauðkál – má sleppa

VAXA Sprettur 

Krydduð jógúrt sósa

1,5 bolli grísk jógúrt

1 -2 hvítlauksrif, pressuð

1 tsk cummin

1 msk hunang

½ límóna, safinn + smá rifinn börkur

1 msk ferskur VAXA kóríander, saxað mjög smátt (líka skemmtilegt að nota VAXA dill)

Salt og nýmalaður pipar eftir smekk

Marinerað rauðkál

1/4 rauðkálshaus, skorin mjög þunnt, best að nota mandolín 

2 msk ólífuolía (extra virgin)

1–2 msk lime eða sítrónusafi (eftir smekk)

1 tsk hunang eða hlynsíróp 

Salt & smá chili flögur   

Hrærið allt saman í skál og kælið í ísskáp í um 1/2-1 klukkustund

Búðu til salsað:

Blandaðu saman eplabitum, granateplafræ, agúrku, chili, papriku, kóríander, graskersfræjum, límónusafa, hunangi og salti. Hrærðu vel saman. Settu í kæli þar til borið er fram
Útbúðu rauðkálið:

Hrærið allt saman í skál og kælið í ísskáp þar til borið er fram.

Hrærið saman sósuna:

Hrærið vel saman þar til sósan er vel blönduð saman.  Kryddaðu með salti og pipar eftir smekk.

Kældu í ísskáp í a.m.k. 15 mínútur áður en hún er borin fram. Einnig hægt að nota sýrðan rjóma.

Kryddaðu rækjurnar:

Blandaðu ólífuolíu, paprikudufti, chili flögum, hvítlauk, salti og pipar. Veltið rækjunum upp úr.

Hitið pönnu á miðlungshita og steikið rækjurnar í 2–3 mínútur þar til þær verða bleikar og eldaðar í gegn. Kreistið límónusafa yfir að lokum.

Settu saman tacoið:

Hitið tortillurnar létt. Smurðu smá sósu á volgar tortillurnar, því næst smá marinerað rauðkál, nokkrar rækjur, epla og kóríander salsa og smá fetaost og punkturinn yfir i -ið er að toppa með VAXA sprettum  og enn meira af kóríander og berðu fram með lime bátum