Nautakjötið
600 g nautakjöt (hér eru mínútusteikur skornar í litla bita)
2 tsk soja sósa
1 tsk kornsterkja (maizenamjöl)
1 tsk matarsódi
1 tsk sykur
Salt og pipar
2 msk steikingarolía
Núðlurétturinn
2 msk steikningarolía
1 rauð paprika
1 búnt vorlaukur
4-5 hvítlauksgeirar
100 g babykeaf frá VAXA
15 g kóríander frá VAXA
300 g hrísgrjónanúðlur
Sósan
2 msk soja sósa
2 msk ostru sósa
1 msk sesam olía
1 tsk sykur
Safi úr 1 sítrónu
Aðferð:
Byrjið á því að útbúa nautakjötið með því að skera það í litla bita og setja í skál ásamt soja sósu, kornsterkju, matarsóda, sykrri, salt og pipar og 1 msk steikingarolíu. Blandið öllu saman og leyfið að standa í 5 – 15 mín. Steikið svo upp úr meiri steikingarolíu þar til eldað í gegn. Setjið á disk og geymið. Ekki þrífa pönnuna.
Skerið grænmetið paprikuna í strimla, skerið vorlaukana í 3-4 hluta hvern og setjið á pönnuna með steikingarolíu og bætið baby leafinu einnig út á pönnuna þegar grænmetið er aðeins byrjað að mýkjast.
Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Setjið nautakjötið á pönnuna og rífið hvítlaukinn út á pönnuna líka. Blandið öllu vel saman.
Útbúið sósuna með því að setja soja sósu, ostru sósu, sesam olíu, sykur og sítrónusafa í skál og hræra saman.
Hellið vatninu á núðlurnar og setjið á pönnuna ásamt sósunni og blandið öllu vel saman. Rífið kóríander yfir.