Kjúklingur með mango chutney, babyleaf og steinselju
Æðislegur kjúklingaréttur frá Lindu Ben með mango chutney, babyleaf og ritz kexi bakaður í einu fati er ótrúlega góður réttur sem öll fjölskyldan elskar.
1 sæt kartafla
1/4 tsk salt
700 g kjúklingalæri úrbeinuð
1 msk kjúklingakryddblanda
100 g VAXA baby leaf
230 g mango chutney
300 g fetaostur
50 g ritz kex
30 g VAXA steinselja
- Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
- Flysjið sætu kartöfluna og skerið hana í bita. Setjið í eldfastmót. Raðið baby leaf salatinu frá Vaxa yfir, ath það þarf ekki að skola salatið þar sem það er alveg hreint og er ekki spreyjað með eiturefnum.
- Kryddið kjúklinginn vel og raðið yfir salatið, dreifið mango chutney og fetaosti yfir. Bakið inn í ofni í 40 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og sætu kartöflurnar líka. Brjótið ritz kex yfir réttinn og setjið aftur inn í ofn í 5 mín.
- Dreifið ferskri steinselju yfir áður en þið berið fram.