Kjúklingur með mango chutney, babyleaf og steinselju

11 Mars 2025

Kjúklingur með mango chutney, babyleaf og steinselju

Æðislegur kjúklingaréttur frá Lindu Ben með mango chutney, babyleaf og ritz kexi bakaður í einu fati er ótrúlega góður réttur sem öll fjölskyldan elskar.

1 sæt kartafla

1/4 tsk salt

700 g kjúklingalæri úrbeinuð

1 msk kjúklingakryddblanda

100 g VAXA baby leaf

230 g mango chutney

300 g fetaostur

50 g ritz kex

30 g VAXA steinselja

 

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
  2. Flysjið sætu kartöfluna og skerið hana í bita. Setjið í eldfastmót. Raðið baby leaf salatinu frá Vaxa yfir, ath það þarf ekki að skola salatið þar sem það er alveg hreint og er ekki spreyjað með eiturefnum.
  3. Kryddið kjúklinginn vel og raðið yfir salatið, dreifið mango chutney og fetaosti yfir.  Bakið inn í ofni í 40 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og sætu kartöflurnar líka. Brjótið ritz kex yfir réttinn og setjið aftur inn í ofn í 5 mín.
  4. Dreifið ferskri steinselju yfir áður en þið berið fram.