Kjúklingasalat með burrata, sprettum og kirsuberjum

10 Júlí 2025

Kjúklingasalat með burrata, sprettum og kirsuberjum

3 kjúklingabringur

Kjúklingakryddblanda

90 g salatblanda frá Vaxa

50 g babyleaf frá Vaxa

250 g litlir tómtar

1/4 gul melóna

200 g kirsuber

50 g pekanhnetur

30 g radísu og sólblóma sprettur frá Vaxa

2 stk burrata

Salatdressing

1/2 dl ólífu olía

1 tsk sterkt dijon sinnep

1 tsk hunang

1 hvítlauksgeiri

Salt og pipar

Aðferð:

Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og kryddið vel, steikið á pönnu þar til eldað í gegn.

Setjið salatblöndu og babyleaf á disk, rífið salatið svolítið í sundur í minni bita.

Dreifið kjúklingabitunum yfir salatið.

Skerið tómatana, melónuna og pekanheturnar í bita og dreifið yfir salatið.

Steinhreinsið kirsuberin og dreifið yfir salatið ásamt sprettum.

Setjið olíu, sinnep, hunang í krukku, rífið hvítlauksgeirann út í krukkuna, kryddið með salti og pipar eftir smekk og hrisstið saman. Hellið yfir salatið (gott að byrja á að hella helmingnum yfir og blanda öllu saman, smakka og finna hvort maður vilji meiri dressingu).

Rífið burrata ostinn yfir salatið.