Kjúklinga ravioli í hvítlauks rjómasósu með babyleaf og basilíku

29 September 2025

3 kjúklingabringur

Kjúklingakryddblanda

1 msk steikingarolía

1 laukur

250 g sveppir

4-5 hvítlauksgeirar

400 ml rjómi

2 tsk kjúklingakraftur

1 tsk oreganó

Salt og pipar

100 g babyleaf frá VAXA

200 g litlir tómatar

500 g ravioli fyllt með osti

15 g basilíka frá VAXA

Aðferð: 

Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita. Kryddaði bringurnar vel og settu í eldfastmót, bakaðu bringurnar inn í ofni í 20-25 mín en það fer eftir stærð bringanna. Best er að nota kjöthitamæli en kjarnhiti á að ná 76°C. Láttu bringurnar hvíla við stofuhita í 5 mín áður en þú skerð þær.  Á meðan bringurnar eru að eldast, gerið sósuna.

Skerið laukinn smátt niður og steikið á pönnu upp úr olíu.

Skerið sveppina líka niður og bætið út á pönnuna, steikið.

Rífið hvítlauksgeirana út á pönuna, steikið.

Hellið rjómanum út á pönnuna ásamt kjúklingakrafti, oreganó og salti og pipar.

Bætið babyleaf og tómötum út á pönnuna og blandið saman. Leyfið þessu að malla saman í smástund.

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum og setjið það svo út í sósuna. Setjið í fallegt fat.

Skerið bringurnar niður í sneiðar og setjið ofan á pastað, dreifið basilíku yfir.