Gulrætur með hunangi, timjan og baunasprettum

09 September 2025

Meðlæti fyrir 4-6

500 gr. Gulrætur

2 msk. Hunang

1 stk.  Pressaður hvítlauksgeiri

1 tsk. Þurrkað timían

4 msk. Edik 

3 msk. Ólífuolía 

1 msk. Flögusalt

15 gr. VAXA Baunasprettur


Aðferð: 

Forhitaðu ofninn í 220 gráður.

Settu gulræturnar heilar í eldfast mót og veltu þeim vel og vandlega upp úr hunanginu, hvítlauknum, timíaniniu, edikinu, olíunni og saltinu.

Settu gulræturnar í ofninn og bakaðu þær í uþb 20-25 mínútur.

Blandaðu VAXA Baunasprettum með gulrótunum og berðu fram. Hægt er að hafa þær heilar eða skera tvisvar til þrisvar þvert í gengum þær.