Fyrir 2 eða sem smáréttur
1 stk. burrataostur
1 box íslenskir smátómatar
1 pakki VAXA grænkál
1 pakki VAXA basilíka – gróflega söxuð
1 stk. skalottulaukur – fínt saxaður
1 til 2 msk. Balsamic gljái
Börkur af hálfri sítrónu
Hágæða ólífuolía
Salt
Svartur pipar
- Skerðu tómatana í tvennt, settu þá í skál og blandaðu þeim saman með skalottulauknum, basilíkunni, balsamic gljáanum, sítrónuberkinum, vænum skammti af ólífuolíunni og bragðaðu til með salti og pipar eftir smekk.
- Taktu burrataostinn varlega úr vökvanum og settu í miðjuna á fallegum disk, raðaðu tómötunum í kringum ostinn og að lokum raðaru grænkálinu yfir tómatana allan hringinn.
- Toppaðu svo ostinn með smá salt og ólífuolíu og berðu fram.